Mörkin þegar Villa vann Gylfa (myndskeið)

Nýliðar Aston Villa eru komnir með sín fyrstu þrjú stig í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu eftir 2:0-sigur á Everton í fyrsta leik þriðju umferðarinnar í kvöld.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar áttu erfitt uppdráttar í leiknum, en Gylfi var tekinn af velli eftir klukkutíma. Brasilíski framherjinn Wesley kom Aston Villa yfir í fyrri hálfleik og hann átti svo stóran þátt í því að leggja upp annað markið fyrir Anwar El Ghazi í uppbótartíma og niðurstaðan 2:0.

Everton hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni en er engu að síður með fjögur stig.

Wesley var frábær fyrir Aston Villa gegn Michael Keane og …
Wesley var frábær fyrir Aston Villa gegn Michael Keane og félögum í Everton. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert