Liverpool er ekki Disneyland

Jürgen Klopp á hliðarlínunni í dag.
Jürgen Klopp á hliðarlínunni í dag. AFP

„Þetta var virkilega góður leikur hjá mínu liði. Það var mikill kraftur, orka, græðgi og ástríða, sem þú verður að hafa á móti liði eins og Arsenal,“ sagði kátur Jürgen Klopp í samtali við Sky Sports eftir 3:1-sigur lærisveina hans í Liverpool á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. 

„Það kom okkur smá á óvart að þeir spiluðu með demantamiðju, en við vorum fljótir að aðlagast. Leikurinn var jafn síðustu 10 mínúturnar, en við vorum sterkari í 80 mínútur," sagði Klopp, áður en hann lýsti leik sinna manna á skemmtilegan hátt. 

„Við vorum með algjöra stjórn á leiknum í 80 mínútur. Við erum ekki Disneyland, við þurfum ekki að vera spennandi hverja einu og einustu sekúndu," sagði Þjóðverjinn, sem sagði eina gallann á frammistöðu liðsins að Arsenal hafi náð inn marki. 

„Auðvitað hefði ég viljað halda hreinu, en þetta getur gerst á móti góðu liði eins og Arsenal. Þeir fengu ekki mikið af færum og við áttum sigurinn skilið," sagði Klopp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert