Mikil dramatík á Old Trafford

Jordan Ayew fagnar marki sínu á Old Trafford í Manchester.
Jordan Ayew fagnar marki sínu á Old Trafford í Manchester. AFP

Patrick van Aanholt reyndist hetja Crystal Palace þegar liðið vann dramatískan sigur gegn Manchester United á Old Trafford í Manchester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Van Aanholt skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma en þetta var fyrstu sigur Crystal Palace á tímabilinu.

Manchester United byrjaði leikinn mun betur og Daniel James fékk frábært færi til þess að koma United yfir á 17. mínútu en skot hans fór af varnarmanni og aftur fyrir. Á 32. mínútu átti  Vicente Guaita langt útspark frá marki Crystal Palace. Jeffrey Schlupp vann skalleinvígið við Victor Lindelöf og flikkaði boltanum inn fyrir á Jordan Ayew sem gerði engin mistök og skoraði af öryggi framhjá David de Gea í marki United og staðan orðin 1:0. United gekk illa að skapa sér afgerandi marktækifæri eftir þetta og staðan því 1:0 í hálfleik.

United byjaði seinni hálfleikinn af krafti og á 68. Mínútu fékk liðið vítaspyrnu þegar Scott McTominay fór niður í teignum en Marcus Rashford skaut í stöngina og út af vítapunktinum. Það virtist allt stefna í sigur Crystal Palace þegar David James kom United yfir með frábæru skoti úr teignum á 88. mínútu en þremur mínútum síðar skoraði Patrick van Aanholt sigurmark leiksins þegar hann átti skot úr þröngu fæir í teignum sem fór undir De Gea í markinu og í netið.

Manchester United er í fimmta sæti deildarinnar með 4 stig eftir fyrstu þrjá leiki sína en Crystal Palace, sem var að vinna sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu, er í tíunda sætinu með 4 stig.

Önnur úrslit í ensku úrvalsdeildinni:

Brighton - Southampton 0:2
Moussa Djenepo 55., Nathan Redmond 90.

Sheffield United - Leicester 1:2
Oliver McBurnie 62. - Jamie Vardy 38., Harvey Barnes 70.

Watford - West Ham 1:3
Andre Gray 17. - Mark Noble 3. (víti), Sebastian Haller 64., 73.

Man. Utd 1:2 Crystal Palace opna loka
90. mín. Fimm mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert