Fyrsti sigur Chelsea kom gegn Norwich

Tammy Abraham fagnar sigurmarki sínu gegn Norwich í dag.
Tammy Abraham fagnar sigurmarki sínu gegn Norwich í dag. AFP

Chelsea vann sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessari leiktíð þegar liðið heimsótti Norwich á Carrow Road í Norwich í þriðju umferð deildarinnar í dag. Leiknum lauk með 3:2-sigri Chelsea en það var Tammy Abraham sem skoraði sigurmark leiksins í síðari hálfleik.

Leikurinn fór ansi fjörlega af stað en strax á 3. mínútu kom Tammy Abraham Chelsea yfir þegar hann kláraði frábærlega með viðstöðulausu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf frá Cesar Azpilicueta. Það tók Norwich-menn ekki langan tíma að svara því þremur mínútum síðar jafnaði Todd Cantwell af stuttu færi úr teignum eftir frábæra fyrirgjöf frá Temu Pukki og staðan orðin 1:1. Á 17. mínútu tapaði Norwich boltanum á miðsvæðinu. Boltinn barst til Christian Pulisic sem sendi á Mason Mount sem labbaði framhjá varnarmanni Norwich og þrumaði boltanum í fjærhonið úr teignum og staðan orðin 2:1. Norwich menn voru ekki lengi að svara og á 30. mínúitu. Buendia sendi hárnákvæma stungusendingu á Pukki sem lagði boltann í fjærhornið af stuttu færi úr teignum og staðan aftur jöfn.

Hvorugu liðinu tókst a ðbæta við mörkum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og staðan því 2:2 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn fór rólega af stað. Chelsea menn voru meira með boltann á meðan leikmenn Norwich vörðust mun aftar en þeir gerðu í fyrri hálfleik. Á 68. mínútu fékk Tammy Abraham boltann milli miðju og varnar. Hann keyrði á varnarmenn Norwich og þrumaði svo boltanum í fjærhornið með föstu skoti, rétt utan teigs, og Chelsea komið yfir í þriðja sinn í leiknum. Ben Godfrey komst næst því að jafna fyrir Norwich þegar skalli hans eftir hornspyrnu hafnaði í þverslánni. Þrátt fyrir ágætis hálffæri tókst Norwich ekki að jafna og Chelsea fagnaði sigri.

Chelsea fer með sigrinum upp í tíunda sæti deildarinnar og er nú með 4 stig en Norwich er í þrettánda sætinu með 3 stig eftir fyrstu þrjá leiki sína.

Norwich 2:3 Chelsea opna loka
90. mín. Ross Barkley (Chelsea) á skot framhjá +1 - Frábært skot en Krul ver í stöngina og afturfyrir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert