Óvæntur sigur Newcastle - Jóhann meiddist

Joelinton skorar sigurmarkið.
Joelinton skorar sigurmarkið. AFP

Newcastle gerði sér lítið fyrir og vann 1:0-sigur á Tottenham á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Brasilíumaðurinn Joelinton skoraði sigurmarkið á 27. mínútu. 

Christian Atsu kom inn á sem varamaður strax á 17. mínútu vegna meiðsla Allan Saint-Maximin. Það tók hann tíu mínútur að leggja upp mark á glæsilegan máta er hann vippaði boltanum skemmtilega á Joelinton sem skoraði framhjá Hugo Lloris í marki Tottenham. 

Tottenham var mikið meira með boltann en illa gekk að skapa færi gegn vel skipulögðu liði Newcastle. Lucas Moura var líklegastur til að skora fyrir Tottenham en hann fór illa með sín færi, m.a þegar hann var nánast með opið mark fyrir framan sig. 

Myndbandsdómarar hjálpuðu Tottenham lítið og átti liðið í það minnsta að fá eitt víti. Þrátt fyrir að atvikin voru skoðuð hjá myndbandsdómurum var ekkert dæmt. 

Leikur Wolves og Burnley var leikinn á sama tíma og urðu lokatölur 1:1. Ashley Barnes kom Burnley yfir á 13. mínútu og var staðan 1:0 fram að sjöundu mínútu uppbótartímans er Raul Jímenez skoraði úr víti. 

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley en fór meiddur af velli á 66. mínútu. Burnley er í sjötta sæti með fjögur stig. 

Tottenham 0:1 Newcastle opna loka
90. mín. Færi! Sissoko með flotta fyrirgjöf en Kane hittir ekki boltann í teignum. Þarna átti hann að skora. Þetta var rosalega gott færi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert