Verstu kaup United síðasta áratuginn

Angel Di Maria átti ekki góðan tíma með Manchester United.
Angel Di Maria átti ekki góðan tíma með Manchester United. EPA

Manchester Evening News, staðarblaðið í Manchester, birtir í dag lista yfir verstu kaup Manchester United síðasta áratug.

Efstur á þessum lista er Argentínumaðurinn Ángel Di Maria sem United keypti frá Real Madrid fyrir 60 milljónir punda árið 2014. Hann skrifaði undir fimm ára samning en yfirgaf liðið tæpu ári eftir undirskriftina og gekk í raðir franska liðsins Paris SG.

Tíu verstu kaup United að mati Manchester Evening News á síðasta áratug:

1. Ángel Di Maria
2. Alexis Sánchez
3. Bebe
4. Bastian Schweinsteiger
5. Wilfried Zaha
6. Nick Powell
7. Morgan Schneiderlin
8. Mame Biram Diouf
9. Memphis Depay
10. Radamel Falcao

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert