„Til hamingju, Liverpool, þið eruð meistarar“

Pep Guardiola óskaði Liverpool til hamingju með titilinn, eða hvað?
Pep Guardiola óskaði Liverpool til hamingju með titilinn, eða hvað? AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var sposkur í svörum þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir óvænt 3:2-tap liðsins gegn nýliðum Norwich í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær.

Englandsmeistararnir voru ekki sjálfum sér í leiknum og eru nú strax fimm stigum á eftir Liverpool í toppbaráttunni en Spánverjinn geðþekki gaf lítið fyrir stöðu liðanna á þessum tímapunkti.

„Það er bara september, hvað á ég að segja? Allt í lagi, til hamingju, Liverpool, þið eruð meistarar. Það er september!“ sagði Guardiola er blaðamenn bentu honum á stigamun liðanna.

„Nú bara höldum við áfram, við erum búnir að tapa fimm stigum en svona er þetta. Ég mun ekki efast um leikmennina mína í eina sekúndu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert