Abraham sá yngsti í sögunni - Kominn í hóp með Eiði Smára (myndskeið)

Tammy Abraham fagnar þriðja marki sínu gegn Wolves.
Tammy Abraham fagnar þriðja marki sínu gegn Wolves. AFP

Tammy Abraham varð á laugardaginn yngsti leikmaður Chelsea til að skora þrennu í 28 ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Abraham, sem er 21 árs gamall, skoraði þrennu í 5:2 sigri Chelsea gegn Wolves á Molineux Stadium. Enski framherjinn skoraði einnig sjálfsmark í leiknum og hann ritaði þar með nafn sitt í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann er fyrsti leikmaðurinn sem skorar þrennu og gerir sjálfsmark í sama leiknum.

Abraham er þar með kominn í góðan hóp Chelsea-manna sem hafa náð að skora þrennu í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen er einn þeirra en hann skoraði þrennu fyrir Chelsea í 4:0 sigri Chelsea gegn Blackburn í október 2004 en mörkin má sjá í meðfylgjandi myndskeiðum.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert