Hvað var Maguire að gera í búningsklefa Leicester?

Harry Maguire í baráttu við Demarai Grays á Old Trafford …
Harry Maguire í baráttu við Demarai Grays á Old Trafford á laugardaginn. AFP

Harry Maguire, miðvörðurinn öflugi í liði Manchester United, fagnaði sigri gegn sínum gömlu félögum í Leicester þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford á laugardaginn.

United keypti Maguire frá Leicester í sumar fyrir 80 milljónir punda og þar með varð enski landsliðsmaðurinn dýrasti varnarmaður heims.

Eftir leikinn á Old Trafford gerði Maguire sér ferð inn í búningsklefa Leicester þar sem hann heilsaði upp á fyrrverandi liðsfélaga sína og óskaði þeim góðs gengis.

„Hann var inni í búningsklefa okkar eftir leikinn þar sem hann ræddi við okkur. Það var gaman. Við erum félagar svo allir eru ánægðir með að honum gengur vel en við einblínum bara á okkur sjálfa,“ sagði Hamza Choudhury, miðjumaður Leicester, við fjölmiðla eftir leikinn.

Maguire hefur farið vel af stað með liði United sem er er í fjórða sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert