Eiður Smári: Abraham er að grípa tækifærið með báðum höndum

Ensku strákarnir Tammy Abraham og Mason Mount hafa gert það gott með Chelsea í upphafi tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Abraham skoraði þrennu í 5:2-sigri Chelsea gegn Wolves um síðustu helgi og hann hefur þar með skorað sjö mörk í deildinni og er markahæstur ásamt Sergio Agüero. Mason Mount hefur skorað þrjú mörk.

Í þættinum Vellinum á Símanum Sport ræddu Tómas Þór Þórðarson, Eiður Smári Guðjohnsen og Bjarni Þór Viðarsson um þá Abraham og Mount en undanfarin ár hafa þeir öðlast reynslu með liðum í ensku B-deildinni þar sem þeir hafa verið í láni frá Chelsea.

„Það þurfa allir að fara sína eigin leið. Þetta var hans leið og nú er hann kominn inn í aðallið Chelsea. Hann hefur alltaf verið með gæðin og er nógu mikill markaskorari til þess á endanum að spila fyrir Chelsea.

Fyrir tveimur til þremur árum var hann ekki alveg búinn að taka þetta skref og þroskast til þess að taka við stóru hlutverki. Nú eru þannig aðstæður hjá Chelsea að þeir þurfa að spila ungum leikmönnum og Abraham er að grípa tækifærið með báðum höndum,“ sagði Eiður Smári en spjall þeirra félaga má sjá allt í meðfylgjandi myndskeiði.

Tammy Abraham fagnar einu af mörkum sínum gegn Úlfunum um …
Tammy Abraham fagnar einu af mörkum sínum gegn Úlfunum um síðustu helgi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert