Jóhann Berg úr leik næstu vikurnar

Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum gegn Frökkum.
Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum gegn Frökkum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sean Dyche knattspyrnustjóri Burnley greindi frá því á fréttamannafundi í dag að landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson verði frá næstu vikurnar vegna alvarlegrar tognunar aftan í læri sem hann hlaut í landsleiknum gegn Frökkum síðastliðið föstudagskvöld.

Jóhann Berg þurfti að fara af velli eftir stundarfjórðung en hann var nýkominn aftur á ferðina eftir að hafa verið frá keppni vegna meiðsla í kálfa. Jóhann hefur komið við sögu í fjórum leikjum Burnley í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og hefur í þeim skorað eitt mark.

Jóhann Berg kemur örugglega til með að missa af síðustu tveimur leikjum Íslendinga í undankeppni EM sem verða gegn Tyrkjum 14. nóvember og Moldóvum þremur sögum síðar. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður sömuleiðis fjarri góðu gamni í þeim leikjum vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert