Meistararnir aftur á sigurbraut

Joel Ward og Raheem Sterling eigast við í dag.
Joel Ward og Raheem Sterling eigast við í dag. AFP

Englandsmeistarar Manchester City eru komnir aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 2:0-útisigur á Crystal Palace í lokaleik dagsins. 

Mörkin komu á tveggja mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks. Gabriel Jesus skoraði það fyrra með fallegum skalla eftir fyrirgjöf Bernardo Silva og David Silva bætti við öðru markinu með glæsilegri afgreiðslu eftir stórkostlega sendingu Raheem Sterling. 

City-menn héldu áfram að vera mikið sterkari í seinni hálfleik og hefðu mörkin hæglega getað orðið fleiri. Palace fékk tvö fín færi í leiknum en í bæði skiptin varði Ederson mjög vel í marki City. 

Manchester City er í öðru sæti með 19 stig, fimm stigum á eftir Liverpool sem á leik til góða. Crystal Palace er í sjötta sæti með 14 stig. 

Crystal Palace 0:2 Man. City opna loka
90. mín. Kevin De Bruyne (Man. City) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert