Hans besti leikur í tíu mánuði

Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. AFP

Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri Manchester United segir að Marcus Rashford hafi spilað sinn besta leik í hartnær tíu mánuði gegn Liverpool á Old Trafford í dag.

Rashford kom United yfir á 36. mínútu en Adam Lallana jafnaði metin fyrir Liverpool á 85. mínútu leiksins og þar við sat.

„Þetta var hans besti leikur líklega í tíu mánuði. Hann hljóp út um allan völl, elti leikmenn Liverpool, varðist vel, hélt boltanum og skoraði,“ sagði Solskjær eftir leikinn.

„Ég er vonsvikinn að við sitjum ekki hér og tölum um sigur en frammistaða liðsins var virkilega jákvæð. Menn voru svekktir inni í klefa eftir leikinn en við mættum mjög góðu liði,“ sagði Norðmaðurinn á fréttamannafundi eftir leikinn.

United sækir Partizan Belgrad heim í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og mætir síðan nýliðum Norwich á útivelli í deildinni á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert