Margrét Lára um Man. Utd.: Þetta á ekki að sjást (myndskeið)

„Mér fannst Rojo stíga auðveldlega úr stöðunni þarna. Hann hefði getað verið nær manninum,“ sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, fyrrverandi leikmaður Watford í ensku úrvalsdeildinni, um jöfnunarmark Liverpool gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 

Jóhann var gestur í Vellinum, þætti á Síminn sport, ásamt Margréti Láru Viðarsdóttur, en Tómas Þór Þórðarson hefur umsjón með þættinum. Margrét Lára tók svo til máls og sagði Young eiga sinn hlut í markinu. 

„Það eru miklar breytingar í gangi hjá Manchester United og liðið er á algjörum byrjunarreit,“ sagði Jóhann svo m.a. 

Umræðu Jóhanns, Margrétar og Tómasar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert