Gylfi á ekki heima á varamannabekknum

Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu gegn West Ham um …
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu gegn West Ham um síðustu helgi. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson náði þeim áfanga að skora 60. mark sitt í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um síðustu helgi þegar hann skoraði síðara mark Everton gegn West Ham á Goodison Park með glæsilegu skoti utan vítateigs.

Það er mikið afrek að skora 60 mörk í þessari sterkustu og erfiðustu deildarkeppni í heimi og til viðbótar hefur Gylfi gefið 43 stoðsendingar. Hann spilaði á laugardaginn 256. leik sinn í ensku úrvalsdeildinni og nálgast því hægt og bítandi leikjamet Hermanns Hreiðarssonar, sem er 322 leikir.

Gylfi, sem fagnaði 30 ára afmæli sínu í síðasta mánuði, skoraði fyrsta mark sitt í ensku úrvalsdeildinni í febrúar 2012 þegar hann skoraði fyrir Swansea á móti WBA. Gylfi bætti á síðasta tímabili met Eiðs Smára Guðjohnsen, sem skoraði 55 mörk á ferli sínum í deildinni.

Bakvörð Guðmundar Hilmarssonar má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert