Xhaka vill ekki spila

Granit Xhaka.
Granit Xhaka. AFP

Svissneski miðjumaðurinn Granit Xhaka verður ekki í leikmannahópi Arsenal á morgun þegar liðið sækir Leicester heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Unai Emery knattspyrnustjóri Arsenal staðfesti þetta á fréttamannafundi í dag en Xhaka var á dögunum sviptur fyrirliðastöðunni hjá Lundúnaliðinu og var Pierre-Emerick Aubameyang skipaður nýr fyrirliði.

Xhaka brást illa við bauli stuðnings­manna Arsenal er hann var tek­inn af velli í 2:2-jafn­tefli við Crystal Palace á dög­un­um og blótaði þeim í sand og ösku er hann gekk af velli. Strunsaði hann svo beint til bún­ings­klefa.

„Ég ræddi við hann á þriðjudaginn og spurði hvernig hann hefði það andlega. Hann sagðist ekki vera tilbúinn að spila strax og við þurfum því að bíða,“ sagði Emery.

Þetta verður fjórði leikurinn í röð sem Arsenal spilar án Xhaka en framtíð hans hjá Lundúnaliðinu er í mikilli óvissu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert