Eiginkona Klopp sagði nei við United

Jürgen Klopp hefði getað orðið stjóri Manchester United.
Jürgen Klopp hefði getað orðið stjóri Manchester United. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fékk tækifæri til að taka við erkifjendunum í Manchester United, áður en hann var ráðinn til starfa hjá Liverpool. Þetta segir Phil Thompson, fyrrverandi leikmaður og stjóri Liverpool. 

Thompson ræddi við TV2 í Danmörku og greindi frá því að eiginkona Klopp hafi komið í veg fyrir að Þjóðverjinn tæki við United. 

„Klopp sagði við mig að hann hefði fengið tilboð frá United en eignkona hans, Ulla, sagði honum að segja nei. Þegar Liverpool hafði samband við hann, var Ulla mun hrifnari og hvatti hann til að segja já. Það er eins og hann hafi verið skapaður fyrir Liverpool og öfugt.“

United hafði samband við Klopp eftir að hann vann þýska titilinn annað árið í röð með Dortmund og fór með liðið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Á sama tíma gekk illa hjá United undir stjórn David Moyes. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert