Sterling aftur í byrjunarlið Englands

Raheem Sterling á æfingu enska landsliðsins.
Raheem Sterling á æfingu enska landsliðsins. AFP

Gareth Southgate, landsliðþjálfari Englands, mun kalla Raheem Sterling, leikmann Manchester City, aftur upp í byrjunarlið enska liðsins er það mætir Kósóvó í undankeppni EM á sunnudag. 

Sterling lék ekki með enska liðinu á Wembley í kvöld gegn Svartfjallalandi eftir að upp úr sauð á milli hans og Joe Gomez, leikmanns Liverpool á æfingu landsliðsins. 

Sterl­ing tók illa í brand­ara á æf­inga­svæði landsliðsins og veitt­ist að Gomez í kjöl­farið með þeim af­leiðing­um að sá á and­liti Gomez.

Að sögn breskra miðla tók Sterl­ing, sem leik­ur með Manchester City, Gomez hálstaki. Gomez leik­ur með Li­verpool og lenti þeim sam­an í leik City og Li­verpool á sunnu­dag. 

Stríðsöxin er hins vegar grafin og verður Sterling klár í slaginn gegn Kósóvó á útivelli á sunnudag. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert