Harris tekur við af Warnock

Neil Harris er orðinn stjóri Cardiff.
Neil Harris er orðinn stjóri Cardiff. Ljósmynd/Millwall

Velska knattspyrnufélagið Cardiff, sem leikur í ensku B-deildinni, réði í dag Neil Harris sem knattspyrnustjóra. Harris tekur við af Neil Warnock. Harris gerði góða hluti sem stjóri Millwall, áður en hann sagði upp í síðasta mánuði. 

Harris fór með Millwall upp úr C-deildinni á sínu fyrsta tímabili með liðið og komst tvisvar í átta liða úrslit enska bikarsins. Skrifar hann undir þriggja ára samning við Cardiff. 

Warnock fór óvænt með Cardiff upp í úrvalsdeildina á þarsíðustu leiktíð, en fékk beint niður aftur á síðustu leiktíð. Byrjun Cardiff á tímabilinu í B-deildinni hefur verið vonbrigði og ákvað hinn 70 ára gamli Warnock því að segja af sér. 

Cardiff er sem stendur í 14. sæti B-deildarinnar, einu sæti fyrir ofan Millwall. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert