Mourinho óspar á lofið

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

Jose Mourinho hélt áfram að hrósa leikmönnum Tottenham Hotspur á blaðamannafundi hjá félaginu í dag. Segist hann ekki vera að byrja á því núna þegar hann er orðinn knattspyrnustjóri liðsins heldur hafi hann reynt að kaupa einhverja þeirra til annarra félaga. 

„Ég hef tjáð leikmönnum að ein ástæða þess að ég tók starfið að mér er sú að þeir eru góðir knattspyrnumenn. Ég reyndi að kaupa einhverja þeirra þegar ég var hjá öðrum félögum en reyndi ekki einu sinni við suma þeirra þar sem þeir voru ekki falir. Ég er því ekki að byrja að hrósa leikmönnum Tottenham núna heldur ef ég gert það árum saman,“ sagði Mourinho og leggur áherslu á að hann sé ekki á höttunum eftir nýjum leikmönnum. 

„Ég þarf ekki á öðrum leikmönnum að halda. Ég er ánægður með þá sem við höfum. Ég þarf bara að fá tíma með þeim. Ég þekki þá að því leyti að ég hef oft mætt þeim en maður þekkir leikmenn aldrei nógu vel. Ég ber virðingu fyrir því sem leikmennirnir hafa gert síðustu fimm árin. Ráðning mín er uppfærsla en ekki breyting. Ég mun reyna að átta mig á hvers vegna úrslitin í deildinni síðasta árið hafa ekki verið góð. Ég mun hins vegar ekki gera dramatískar breytingar og rugla þá í ríminu. Ég mun fara mjög varlega af stað,“ sagði Mourinho meðal annars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert