Guardiola ósáttur við knattspyrnusambandið

Pep Guardiola
Pep Guardiola AFP

Pep Guardiola er allt annað en sáttur við enska knattspyrnusambandið eftir að það úrskurðaði Bernardo Silva, lærisvein hans hjá Manchester City, í eins leiks bann vegna færslu sem portúgalski leikmaðurinn setti á Twitter. 

Færslan þótti rasísk, þar sem hann líkti samherja sínum hjá City, Benjamin Mendy, við spænska teiknimyndapersónu, sem þykir ýta undir rasískar staðalímyndir. Silva verður ekki með City gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á morgun vegna mannsins. 

„Bernardo er alls ekki það sem hann er sakaður um að vera. Það skiptir meira máli en að við söknum hans í einum leik. Hann er ranglega sakaður um að vera eitthvað sem hann er ekki. Það er erfitt að sætta sig við að knattspyrnusamband komist að þessari niðurstöðu,“ sagði Guardiola ósáttur á blaðamannafundi í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert