Chelsea sakar FIFA um ósanngirni

Leikmenn Chelsea fagna marki gegn Aston Villa í vikunni. Félagaskiptabann …
Leikmenn Chelsea fagna marki gegn Aston Villa í vikunni. Félagaskiptabann félagsins var stytt í dag, en félagið segir Fifa hafa farið fram af ósanngirni í málinu. AFP

Enska knattspyrnuliðið Chelsea sakar Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA um ósanngirni og mismunun í sinn garð, vegna þeirrar ákvörðunar að setja félagið í félagaskiptabann fyrir að nálgast unga leikmenn á ólögmætan hátt.

Í yfirlýsingu frá Chelsea, sem í dag fékk félagaskiptabanni sínu aflétt eftir áfrýjun til Alþjóðlega íþróttadómstólsins (CAS), segir að enska liðið Manchester City hafi ekki hlotið sambærilega refsingu fyrir sambærileg brot og Chelsea varð uppvíst að.

„FIFA kaus að refsa Chelsea með allt öðrum hætti en Manchester City,“ segir í yfirlýsingu frá knattspyrnufélaginu, sem er afar ósátt, segir segir refsinguna hafa byggst á óskiljanlegum ástæðum og framferði Fifa í málinu grafa undan tilgangi þeirra reglna sem sambandið hefur sett um leikmannaviðskipti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert