Eiður ræddi óvænt um uppáhaldsfélagið sitt (myndskeið)

Það gengur lítið upp hjá enska knattspyrnufélaginu Bournemouth þessa dagana en liðið hefur nú tapað síðustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið tapaði 3:0-gegn toppliði Liverpool um helgina en mikil meiðslavandræði herja á Bournemouth-menn þessa dagana.

Þá er liðið í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig, einu stigi frá fallsæti, eftir sextán leiknar umferðir. Eddie Howe hefur stýrt liðinu frá árinu 2012 og farið með félagið upp um tvær deildir síðan en sumir vilja meina að hann sé kominn á endastöð með liðið.

„Ég hef mikla trú á Eddie Howe, hann hefur sýnt það og sannað að hann er góður stjóri,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson í Vellinum á Síminn Sport í gær. „Þeir eru að ganga í gegnum erfiða tíma en ég hef fulla trú á því að þeir geti snúið þessu slæma gengi við,“ bætti Bjarni við.

Eiður Smári Guðjohnsen tók í sama streng. „Hann hefur gert frábæra hluti fyrir þetta félag og það er ekki tími til að láta hann fara. Að sama skapi er Bournemouth með lið sem er ekki að fara neitt mikið hærra en þeir eru í töflunni í dag,“ sagði Eiður Smári.

Það gengur lítið upp hjá Bournemouth og Eddie Howe þessa …
Það gengur lítið upp hjá Bournemouth og Eddie Howe þessa dagana. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert