Lampard fær 150 milljónir í janúar

Frank Lampard fær að versla í janúar.
Frank Lampard fær að versla í janúar. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea fær að kaupa leikmenn í janúar, eftir að félagsskiptabanni félagsins var aflétt á dögunum. Guardian greinir frá því í dag að Frank Lampard, knattspyrnustjóri liðsins, fái 150 milljónir punda til leikmannakaupa í janúarglugganum. 

Chelsea hefur mikinn áhuga á að styrkja sig á báðum endum vallarins. Félagið hefur áhuga á Wilfried Zaha, kantmanni Crystal Palace, þar sem Pedo og Willian verða samningslausir næsta sumar. Zaha gæti kostað Chelsea um 80 milljónir punda. 

Fari svo að Palace selji Zaha til Chelsea, hefur félagið áhuga á að kaupa Dwight McNeil, leikmann Burnley, í hans stað.

Þá hefur Chelsea einnig áhuga á að fá varnarmanninn Nathan Aké frá Bournemouth, en Chelsea seldi hann einmitt til Bournemouth fyrir tveimur árum síðan. Chelsea getur keypt hann til baka á 40 milljónir punda. 

Þá hefur Chelsea verið orðað við sóknarmenn eins og Jadon Sancho hjá Dortmund, Fyodor Chalov hjá CSKA Mosvku, Moussa Dembélé hjá Lyon og Timo Werner, framherja RB Salzburg.

Olivier Giroud yfirgefur væntanlega Chelsea í janúar og þá gætu Spánverjarnir Pedro og Marcos Alonso verið seldir í byrjun næsta árs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert