Stjórnar liðinu en hefur engan áhuga á starfinu

Duncan Ferguson er kraftmikill á hliðarlínunni hjá Everton.
Duncan Ferguson er kraftmikill á hliðarlínunni hjá Everton. AFP

Duncan Ferguson verður ekki knattspyrnustjóri enska félagsins Everton til frambúðar en leitað er að eftirmanni Marco Silva sem var rekinn í síðustu viku.

Ferguson stýrði Everton til sigurs gegn Chelsea á laugardaginn, 3:1, og liðið þótti leika mjög vel undir hans stjórn. Liverpool Echo segir hins vegar í dag að Ferguson hafi engan áhuga á starfinu til lengri tíma en hann stjórni æfingum á meðan leitað sé að nýjum manni og muni stýra liðinu aftur þegar það mætir Manchester United á sunnudaginn.

David Moyes, Vitor Peieira, Unai Emery, Mauricio Pochettino og Carlo Ancelotti hafa allir verið orðaðir við starfið undanfara daga. Pereira hefur hins vegar gefið til kynna að hann taki ekki við liðinu og sagt er að Pochettino hafi takmarkaðan áhuga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert