Vorum betri gegn United en gegn Arsenal

Pep Guardiola á hliðarlínunni í leiknum við Arsenal í gær.
Pep Guardiola á hliðarlínunni í leiknum við Arsenal í gær. AFP

Þrátt fyrir öruggan 3:0 útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær segir Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City að lið sitt hafi ekki leikið eins vel og þegar það tapaði 1:2 fyrir Manchester United um fyrri helgi.

„Við lékum betur gegn United. Núna náðum við í góð úrslit en okkar leikur gegn United var betri á margan hátt en þessi gegn Arsenal,“ sagði Guardiola á vef Manchester City.

„Ég veit að við erum metnir og dæmdir af okkar úrslitum en það er mín skylda að skoða líka frammistöðuna. Við höfum tapað slatta af leikjum á þessu tímabili, við töpuðum færri leikjum í fyrra. Samt höfum við oft spilað betur en í þessum leik, en samt tapað. Þannig er fótboltinn.

Þegar við mættum til leiks gegn Arsenal vorum við sautján stigum á eftir Liverpool svo ég verð að óska mínum mönnum til hamingju,“ sagði Guardiola en lið hans er í þriðja sæti, fjórtán stigum á eftir Liverpool og fjórum á eftir Leicester.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert