Crystal Palace sótti stig til Manchester

Sergio Agüero fagnaði öðru marki sínu vel og innilega en …
Sergio Agüero fagnaði öðru marki sínu vel og innilega en þá stefndi allt í sigur Manchester City. AFP

Sergio Agüero fór mikinn fyrir Manchester City þegar liðið fékk Crystal Palace í heimsókn á Etihad-völlinn í Manchester í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leiknum lauk með 2:2-jafntefli en Agüero skoraði tvívegis fyrir City, á 82. mínútu og 87. mínútu, eftir að Cenk Tosun hafði komið Crystal Palace yfir í fyrri hálfleik. Fernandinho varð hins vegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark í uppbótartíma og jafntefli því niðurstaðan. City er áfram í öðru sæti deildarinnar með 48 stig en liðið er nú 13 stigum á eftir toppliði Liverpool sem á tvo leiki til góða á City. Crystal Palace er í tíunda sæti deildarinnar með 29 stig.

Þá þurfti Arsenal að sætta sig við 1:1-jafntefli gegn nýliðum Sheffield United á Emirates-vellinum í London. Gabriel Martinelli kom Arsenal yfir undir lok fyrri hálfleiks og Arsenal leiddi því með einu marki í hálfleik. John Fleck jafnaði metin fyrir Sheffield United á 83. mínútu og þar við sat. Jafntefli gerir lítið fyrir bæði lið en Arsenal er í níunda sæti deildarinnar með 29 stig en Sheffield er í því sjöunda með 33 stig.

Úlfarnir unnu ótrúlegan 3:2-sigur gegn Southampton á St. Mary‘s vellinum í Southampton. Jan Bednarek og Shane Long skoruðu sitt hvort markið fyrir Southampton sem leiddi með tveimur mörkum í hálfleik. Pedro Neto minnkaði muninn fyrir Wolves í upphafi síðari hálfleiks og Raúl Jiménez bætti við tveimur mörkum fyrir Úlfana um miðjan síðari hálfleikinn og Úlfarnir fögnuðu sigri. Wolves er í sjötta sæti deildarinnar með 34 stig en Southampton er í tólfta sætinu með 28 stig.

Gylfi Þór Sigurðsson lék ekki með Everton vegna meiðsla þegar liðið gerði 1:1-jafntefli gegn West Ham á  London-vellinum. Issa Diop kom West Ham yfir á 40. Mínútu en Dominic Calvert-Lewin jafnaði metin fyrir Everton fjórum mínútum síðar. Everton er í ellefta sæti deildarinnar með 29 stig en West Ham er í sextánda sætinu með 23 stig.

Þá gerðu Brighton og Aston Villa 1:1-jafntefli í Brighton en Brighton er í fjórtánda sæti deildarinnar með 24 stig en Aston Villa er í því átjánda með 21 stig. Þá reyndist Teemu Pukki hetja Norwich sem vann afar mikilvægan 1:0-sigur gegn Bournemouth í Norwich. Norwich er áfram í neðsta sæti deildarinnar með 17 stig, nú sjö stigum frá öruggu sæti, en Bournemouth er í því nítjánda og næst neðsta með 20 stig.

Arsenal 1:1 Sheffield United
Martinelli 45. - Fleck 83.

Brighton 1:1 Aston Villa
Trossard 39. - Grealish 75.

Manchester City 2:2 Crystal Palace
Agüero 82., 87. - Tosun 38., Sjálfsmark 90.

Norwich 1:0 Bournemouth
Pukki 33. (víti)
Rautt spjald: Sam Cook, Bournemouth 32.

Southampton 2:3 Wolves
Bednarek 15., Long 35. - Neto 54., Jiménez 65., 76.

West Ham 1:1 Everton
Diop 40. - Calvert-Lewin 44.

Raúl Jiménez tryggði Wolves sigur gegn Southampton í ótrúlegum leik.
Raúl Jiménez tryggði Wolves sigur gegn Southampton í ótrúlegum leik. AFP
Enski boltinn í beinni opna loka
kl. 16:55 Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert