Fullt af leikmönnum á háum launum og ekki nógu góðir (myndskeið)

Gylfi Einarsson og Magnús Már Einarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld. 

Á meðal þess sem þeir ræddu um var leikur Liverpool og Manchester United, en Liverpool vann verðskuldaðan 2:0-sigur og er nú með 16 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. 

Gylfi segir málin slæm hjá United þar sem margir leikmenn eru á mjög háum launum og auk þess ekki nægileg góðir. Því skiptir litlu hvort Ole Gunnar Solskjær eða José Mourinho sé við stjórn. 

Þetta áhugaverða innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert