Guardiola setur allt púðrið í Meistaradeildina (myndskeið)

Manchester City tapaði óvænt stigum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardag er liðið gerði jafntefli við Crystal Palace á heimavelli, 2:2. 

Liðið á afar lítinn möguleika á að verja Englandsmeistaratitilinn, enda 16 stigum á eftir Liverpool, sem á auk þess leik til góða. 

Gylfi Einarsson, sem var gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar, ásamt Magnúsi Má Einarssyni, í Vellinum á Símanum sport, á ekki von á því að Guardiola sé á förum frá City. Nú mun hann leggja meiri áherslu á að vinna Meistaradeild Evrópu. 

Þessar skemmtilegu umræður má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert