Gylfi ekki búinn að jafna sig

Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með Everton gegn Newcastle.
Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með Everton gegn Newcastle. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Everton, leikur ekki með liðinu gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Gylfi er að glíma við meiðsli í nára. 

Miðjumaðurinn var ekki með Everton í 1:1-jafnteflinu við West Ham um helgina og nú er ljóst að hann missir í það minnsta af einum leik til viðbótar. Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, staðfesti tíðindin á blaðamannafundi í dag. 

Þá verður Richarlison ekki með vegna hnémeiðsla og Alex Iwobi missir af leiknum vegna meiðsla í læri. Þá er óljóst hvort Michael Keane verður með, en hann fann til á æfingu í dag. 

Everton er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en með sigri á morgun getur liðið farið upp í áttunda sæti, ef önnur úrslit verða hagstæð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert