Markvörður United lenti í árekstri

Sergio Romero í marki United í bikarleik gegn Wolves í …
Sergio Romero í marki United í bikarleik gegn Wolves í síðustu viku. AFP

Sergio Romero, varamarkvörður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, lenti í árekstri í morgun þegar hann var á leið á æfingu liðsins í bifreið sinni.

Óhappið átti sér stað þegar argentínski landsliðsmarkvörðurinn átti hálfan annan kílómetra eftir að æfingasvæði félagsins. BBC segir að hann hafi sloppið ómeiddur og farið á æfingu í kjölfarið eins og ekkert hefði í skorist.

Romero var varamarkvörður United í gær þegar liðið tapaði 2:0 fyrir Liverpool en hann hefur aðallega spilað bikarleiki liðsins. Þótt Romero hafi spilað 96 landsleiki fyrir Argentínu hefur hann aðeins fengið tækifæri í 7 leikjum United í úrvalsdeildinni frá því hann kom til félagsins árið 2015 enda í samkeppni við David de Gea um markvarðarstöðuna. Hann hefur hins vegar leikið níu mótsleiki í vetur, í bikarnum, deildabikarnum og Evrópudeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert