Tveir varnarmenn liðsins spila ekki meira í vetur

Jetro Willems fær aðhlynningu í leiknum gegn Chelsea á laugardaginn.
Jetro Willems fær aðhlynningu í leiknum gegn Chelsea á laugardaginn. AFP

Enska knattspyrnuliðið Newcastle hefur orðið fyrir miklu áfalli því tveir af varnarmönnum liðsins leika ekki meira á þessu keppnistímabili vegna meiðsla.

Knattspyrnustjórinn Steve Bruce staðfesti við Sky Sports fyrir stundu að Jetro Willems, sem var borinn af velli í sigurleiknum gegn Chelsea, 1:0, á laugardaginn og Paul Dummitt yrði ekki meira með. Willems er með slitið krossband í hné og því er ljóst að hann verður ekki tilbúinn í slaginn þegar næsta keppnistímabil hefst í ágúst.

Newcastle komst upp í 12. sæti deildarinnar með sigrinum og er sjö stigum fyrir ofan fallsæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert