Mikil dramatík í grannslagnum

Það var mikil dramatík í granaslagnum.
Það var mikil dramatík í granaslagnum. AFP

Arsenal og Chelsea skildu jöfn, 2:2, í stórskemmtilegum lokaleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Chelsea var miklu sterkari aðiliinn í fyrri hálfleik og fyrsta markið kom á 28. mínútu. Jorginho skoraði af öryggi úr vítaspyrnu, eftir að David Luiz braut á Tammy Abraham innan teigs. Luiz fékk rautt spjald fyrir brotið og var Arsenal því manni færri í rúmar 60 mínútur. 

Chelsea tókst ekki að skora annað mark í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 1:0. Sú staða breyttist í 1:1 á 63. mínútu því hinn 18 ára gamli Gabriel Martinelli vann boltann á eigin vallarhelmingi, brunaði upp allan völlinn, og skoraði af miklu öryggi, glæsilegt mark. 

Chelsea komst aftur yfir á 84. mínútu. César Azpilicueta kláraði þá vel innan teigs eftir fyrirgjöf Callum Hudson-Odoi. Bjuggust flestir við að um sigurmark væri að ræða, en gestirnir gáfust ekki upp.

Þremur mínútum eftir mark Spánverjans Azpilicueta skoraði landi hans Héctor Bellerín hinum megin, með hnitmiðuðu skoti utan teigs og þar við sat. 

Chelsea er í fjórða sæti með 40 stig og Arsenal í tíunda sæti með 30 stig. 

Chelsea 2:2 Arsenal opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert