Stórslagur í Lundúnum - Liverpool á erfiðan leik (myndskeið)

Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vikunni þegar 24. umferðin verður leikin. Nokkrir mjög áhugaverðir leikir eru á dagskrá, en stærsti leikurinn er viðureign Arsenal og Chelsea í kvöld. 

Manchester City getur minnkað forskot Liverpool á toppnum niður í 13 stig með sigri á nýliðum Sheffield United í kvöld, en Liverpool getur endurheimt 16 stiga forskotið á fimmtudag er liðið heimsækir Wolves. 

Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum sport fer yfir umferðina í myndskeiði sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Leikir vikunnar í ensku úrvalsdeildinni: 

Þriðjudagurinn 21. janúar: 
19:30 Aston Villa - Watford
19:30 Bournemouth - Brighton
19:30 Crystal Palace - Southampton 
19:30 Everton - Newcastle
19:30 Sheffield United - Manchester City (í beinni útsendingu á Símanum sport)
20:15 Chelsea - Arsenal (í beinni útsendingu á Símanum sport)

Miðvikudagurinn 22. janúar: 
19:30 Leicester - West Ham (í beinni útsendingu á Símanum sport)
19:30 Tottenham - Norwich 
20:15 Manchester United - Burnley (í beinni útsendingu á Símanum sport)

Fimmtudagurinn 23. janúar:
20:00 Wolves - Liverpool (í beinni útsendingu á Símanum sport)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert