Spáir vandræðum hjá Liverpool í kvöld (myndskeið)

Glenn Hoddle, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, fór skemmtilega yfir leikskipulag Wolves og Liverpool í undirbúningi fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 20 á Molineux-vellinum. 

Hann spáir því að Wolves gæti valdið Liverpool vandræðum, þar sem liðið spilar afar góðan fótbolta undir stjórn Nuno Espírito Santo. Lærisveinar Jürgen Klopp hjá Liverpool hafa hins vegar unnið 21 af 22 leikjum sínum í deildinni til þessa og ekki tapað einum einasta. 

Hann spáir naumum sigri Liverpool, en liðið er með 16 stiga forskot á toppi deildarinnar og á leik til góða. Wolves er með 34 stig og í hörðum slag um sæti í Meistaradeild Evrópu. 

Yfirferð Hoodle má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert