Tottenham samdi við Argentínumanninn

Giovani Lo Celso í leik með Tottenham í vetur.
Giovani Lo Celso í leik með Tottenham í vetur. AFP

Nánast á sama tíma og Inter Mílanó staðfesti kaupin á danska knattspyrnumanninum Christan Eriksen frá Tottenham, staðfesti Tottenham að gengið hefði verið frá kaupum á Argentínumanninum Giovani Lo Celso frá Real Betis á Spáni og hann hefði skrifað undir samning við félagið til ársins 2025.

Lo Celso, sem er 23 ára gamall miðjumaður, hefur verið í láni hjá Tottenham í vetur og spilað 20 leiki með liðinu, þar af fjórtán í úrvalsdeildinni. Hann var þrjú ár í röðum París SG í Frakklandi, var lánaður til Real Betis 2018 og seldur þangað á síðasta ári. Lo Celso hefur spilað 19 landsleiki fyrir Argentínu og skorað í þeim tvö mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert