Telur að Son verði mun lengur frá keppni

Heung-Min Son fær aðhlynningu eftir að hafa brotnað í leiknum …
Heung-Min Son fær aðhlynningu eftir að hafa brotnað í leiknum við Aston Villa. Hann hélt áfram, spilaði í 45 mínútur í viðbót og skoraði sigurmarkið í uppbótartíma leiksins. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, telur að suðurkóreski sóknarmaðurinn Heung-Min Son verði mun lengur frá keppni en félagið hefur gefið út.

Tottenham tilkynnti fyrr í dag að Son yrði frá næstu vikurnar vegna handleggsbrots sem hann varð fyrir í leiknum við Aston Villa á sunnudaginn. Mourinho sagði á fréttamannafundi í dag að hann óttaðist að Son myndi ekki spila meira á þessu tímabili.

„Yfirlýsingin frá félaginu var fallega orðuð. Ef ég hefði skrifað þessa yfirlýsingu hefði hún verið allt öðruvísi. Við söknum hans,“ sagði Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert