Wenger ósammála eftirmanni sínum

Arsene Wenger er ósammála Unai Emery.
Arsene Wenger er ósammála Unai Emery. AFP

Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, er ekki sáttur við ummæli eftirmanns síns í stjórastól félagsins, Unai Emery. Emery sagði í viðtali við France Football á dögunum að Arsenal hefði verið á niðurleið þegar hann tók við. 

„Við stoppuðum niður­sveifl­una og vor­um byrjaðir að rétta fé­lagið við með því að kom­ast í úr­slita­leik Evr­ópu­deild­ar­inn­ar og enda í fimmta sæti úr­vals­deild­ar­inn­ar, bara stigi á eft­ir Totten­ham þrátt fyr­ir að við fengj­um aðeins eitt stig í síðustu fimm leikj­un­um,“ sagði Emery m.a. 

Wenger er ekki sammála Spánverjanum, sem var rekinn í nóvember á síðasta ári. „Við fengum 75 stig og unnum enska bikarinn árið 2018, svo það er ekki hægt að segja að við værum á niðurleið. Árið á undan enduðum við í öðru sæti. 

Arsenal er í mjög sterkri stöðu fjárhagslega, með góða leikmenn og þegar þú ert stjórinn verður þú að taka ábyrgðina, en ekki líta í kringum þig í leit að afsökunum,“ sagði Wenger við blaðamenn á Laureus-hátíðinni í Berlín í gærkvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert