Sér eftir því að hafa sussað á Guardiola

Bruno Fernandes í baráttunni við Oleksandr Zinchenko í leiknum fræga.
Bruno Fernandes í baráttunni við Oleksandr Zinchenko í leiknum fræga. AFP

Bruno Fernandes, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, sér eftir hegðun sinni í garð Pep Guardiola, stjóra Manchester City, í leik United og City í ensku úrvalsdeildinni þann 8. mars síðastliðinn á Old Trafford. Leiknum lauk með 2:0-sigri United en Portúgalinn sussaði á Guardiola á hliðarlínunni í leiknum.

„Fólk hafði mikla skoðun á þessu háttárlagi mínu,“ sagði Fernandes í viðtali við enska fjölmiðla. „Bruno hefur engan rétt á að sussa á Guardiola, hann hefur ekki unnið neitt. Persónulega þá hef ég aldrei metið sjálfan mig út frá því ég hef unnið og ekki unnið á mínum knattspyrnuferli.“

„Ég sé hins vegar eftir þessu atviki því ég hefði einfaldlega átt að sýna meiri skynsemi í þessum aðstæðum. Ég hefði bara átt að sitja á mér og þá hefði hann í raun bara verið að tala við sjálfan sig þarna á hliðarlínunni. Ég er hins vegar blóðheitur og með stórt skap og þess vegna á ég erfitt með að sitja á mér oft á tíðum,“ bætti Portúgalinn við.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert