Spilar í fimmunni til heiðurs Zidane

Georginio Wijnaldum hefur leikið með Liverpool frá árinu 2016.
Georginio Wijnaldum hefur leikið með Liverpool frá árinu 2016. AFP

Georginio Wijnaldum, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, er mikill aðdáandi Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid á Spáni og fyrrverandi fyrirliða franska landsliðsins. Wijnaldum leikur í treyju númer fimm hjá Liverpool en ástæðan fyrir því er sú að Zidane lék einmitt í treyju númer fimm hjá Real Madrid á árunum 2001 til ársins 2006.

„Fimman er mjög sérstakt númer fyrir mig persónulega,“ sagði Wijnaldum í samtali við enska fjölmiðla. „Þetta var happatalan mín þegar að ég var yngri og þá lék Zinedine Zidane, minn uppáhalds leikmaður, alltaf í treyju númer fimm á sínum tíma. Ég hóf minn atvinnumannaferil í treyju númer fimm og vonandi get ég endað hann þannig líka.“

„Ég fékk svo aftur treyju númer fimm hjá Newcastle og þegar að ég ákvað að fara til Liverpool geymdu þeir númerið fyrir mig sem ég var mjög þakklátur fyrir,“ bætti hollenski miðjumaðurinn við en hann verður samningslaus sumarið 2021 og hefur því verið orðaður við brottför frá félaginu undanfarnar vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert