„Verð steinhissa ef hann hafnar United“

Odion Ighalo ræðir við knattspyrnustjórann, Ole Gunnar Solskjær.
Odion Ighalo ræðir við knattspyrnustjórann, Ole Gunnar Solskjær. AFP

Framherjinn Odion Ighalo er að láni hjá Manchester United frá kínverska félaginu Shanghai Shenhua og hefur heldur betur farið vel af stað á Englandi. Nígeríumaðurinn hefur skorað fjögur mörk í átta leikjum.

United er sagt hafa áhuga á að halda kappanum, en lánssamningurinn rennur út eftir tímabilið. Kínverska félagið virðist þó líka vilja endurheimta leikmann sinn og hefur gert níg­er­íska landsliðsmann­in­um nýtt og gott tilboð.

Paul Merson, sparkspekingur á Sky Sports, segir þó að hann yrði steinhissa ef United lætur framherjann öfluga fara frá sér í sumar. „Hann hefur verið frábær síðan hann kom á Old Trafford, hann hefur ekki spilað mikið undanfarið en lítur rosalega vel út þegar hann spilar,“ sagði Merson á Sky.

„Allt hefur farið á besta veg hjá honum hingað til og ef United býður honum tækifærið til að vera áfram, þá verð ég steinhissa ef hann segir nei.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert