Wembley í fánalitum Ítalíu

England og Ítalía áttu að mætast í vináttulandsleik á Wembley …
England og Ítalía áttu að mætast í vináttulandsleik á Wembley í gærdag. LJósmynd/@wembleystadium

Wembley, þjóðarleikvangur Englands í knattspyrnu, var lýstur upp í fánalitum Ítalíu í gærkvöldi. England og Ítalía áttu að mætast í vináttulandsleik á Wembley í gær en ekkert varð úr leiknum vegna kórónuveirufaraldursins sem nú herjar á heimsbyggðina.

Ítalía er það land sem hefur farið verst út úr veirunni á heimsvísu. Alls hafa rúmlega 9.000 manns látist af völdum hennar þar í landi og þar af eru tæplega 86.500 smituð af henni en tala látinna heldur áfram að hækka.

„Þótt við höfum ekki getað tekið á móti ykkur í kvöld erum við samt með ykkur,“ segir á twittersíðu Wembley. „Þetta er bardagi sem við þurfum að heyja saman og sameinuð, þannig förum við með sigur af hólmi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert