Giggs og Shearer þeir fyrstu?

Ryan Giggs náði mögnuðum árangri með Manchester United.
Ryan Giggs náði mögnuðum árangri með Manchester United. Ljósmynd/Peter Powell

Enska úrvalsdeildin tilkynnti á dögunum að til stæði að setja frægðarhöll á laggirnar. Ætlaði deildin að tilkynna fyrstu tvo leikmenn hennar í þessum mánuði en athöfninni var frestað vegna kórónuveirunnar. 

BBC gerði könnum á vef sínum þar sem lesendur voru beðnir að kjósa hvaða leikmenn ættu að vígjast fyrst inn í frægðarhöllina. Þar komu Ryan Giggs og Alan Shearer oftast upp.

Giggs varð 13 sinnum meistari með Manchester United en Shearer er markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Hér að neðan má sjá þá tíu leikmenn sem oftast voru valdir af lesendum BBC.  

Listi BBC: 
Ryan Giggs
Alan Shearer
Thierry Henry
Frank Lampard
Steven Gerrard
Roy Keane
Peter Schmeichel
John Terry
Patrick Vieira
Rio Ferdinand

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert