Mun yfirgefa Arsenal fljótlega

Mesut Özil gæti yfirgefið Arsenal fljótlega.
Mesut Özil gæti yfirgefið Arsenal fljótlega. AFP

Þrátt fyrir að Mesut Özil sé heimsklassa knattspyrnumaður á hann enga framtíð hjá Arsenal að sögn Andrei Arshavin, sem á sínum tíma var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins. 

Özil hefur spilað 254 leiki með Arsenal og skorað í þeim 44 mörk og unnið enska bikarinn með liðinu þrisvar sinnum síðan hann kom frá Real Madríd 2013. Samningur Þjóðverjans rennur út næsta sumar og á Arshavin ekki von á að félagið semji við hann á ný.

„Ég ber mikla virðingu fyrir Özil en hann hægir of mikið á leiknum. Ég væri til í annan leikmann og ég sé hann ekki eiga framtíð hjá félaginu. Hann hefur bætt sig eftir að Arteta tók við, en hann mun eflaust yfirgefa Arsenal fljótlega,“ sagði Rússinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert