Juventus og United að skipta á leikmönnum?

Matthijs de Ligt gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina.
Matthijs de Ligt gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina. AFP

Matthijs de Ligt, varnarmaður ítalska knattspyrnuliðsins Juventus, gæti verið á förum til Manchester United á Englandi í skiptum fyrir Paul Pogba en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. De Ligt gekk til liðs við Juventus frá Ajax síðasta sumar en ítalska félagið borgaði 67 milljónir punda fyrir miðvörðinn sem er einungis tvítugur að árum.

De Ligt hefur hins vegar ekki náð að sína sitt rétta andlit á sínu fyrsta tímabili á Ítalíu en hann hefur byrjað sautján leiki í ítölsku A-deildinni. Á meðan hefur Paul Pogba lítið spilað með United á tímabilinu vegna meiðsla og hefur hann verið reglulega orðaður við brottför frá enska félaginu í allan vetur.

United borgaði Juventus tæplega 90 milljónir punda fyrir leikmanninn í ágúst 2016 en félagið er nú sagt vilja losna við hann. Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, er sagður mikill aðdáandi de Ligt og hann sér hollenska varnarmanninn sem fullkominn liðsfélaga fyrir Harry Maguire í hjarta varnarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert