Falur fyrir rétta upphæð

Xherdan Shaqiri er til sölu.
Xherdan Shaqiri er til sölu. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool er tilbúið að selja svissneska sóknarmanninn Xherdian Shaqiri í sumar en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Shaqiri kom til Liverpool frá Stoke sumarið 2013 en Liverpool borgaði ekki nema 13 milljónir punda fyrir svissneska landsliðsmanninn sem á að baki 82 landsleiki fyrir Sviss þar sem hann hefur skorað 22 mörk.

Shaqiri hefur hins vegar aldrei náð að festa sig í sessi á Anfield og leikmaðurinn hefur verið algjör varaskeifa fyrir þá Sadio Mané, Roberto Firmino og Mohamed Salah sem mynda sóknarþrennu enska liðsins. Þá hefur Shaqiri verið óheppinn með meiðsli á þessari leiktíð og hefur það ekki hjálpað honum að vinna sér sæti í liðinu.

Shaqiri hefur spilað 40 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað sjö mörk og lagt upp önnur fimm. Liverpool er ekki tilbúið að selja hann fyrir minna en sextán milljónir punda en hann er 28 ára gamall. Roma og Lazio eru bæði sögð áhugasöm um leikmanninn sem lék með Inter Mílanó á Ítalíu árið 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert