Þurfa að taka á sig launalækkun

Englandsmeistarar Manchester City þurfa að taka á sig launalækkun.
Englandsmeistarar Manchester City þurfa að taka á sig launalækkun. AFP

Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þurfa að taka á sig 30% launalækkun vegna kórónuveirufaraldursins sem nú herjar á heimsbyggðina en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Óvíst er hvenær deildin hefst á nýjan leik en í dag samþykktu félögin að ekki yrði byrjað að spila í byrjun maí eins og til stóð.

Leikmenn allra liða í deildinni munu þurfa að taka þessa lækkun á sig en þetta er meðal annars gert til þess að vernda önnur störf innan knattspyrnunnar á Englandi. Deildin hefur nú verið í fríi í tæpan mánuð en síðasti leikur hennar var leikur Leicester og Aston Villa í Leicetster 9. mars síðastliðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert