Verið að stilla okkur upp við vegg

Danny Rose er að láni hjá Newcastle frá Tottenham.
Danny Rose er að láni hjá Newcastle frá Tottenham. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Danny Rose segir skrítið að fólk vilji segja atvinnumönnum í íþróttinni hvað þeir eiga að gera við peningana sína.

Mikil pressa hefur verið á knattspyrnumönnum á Englandi og vilja margir að þeir taki á sig launalækkun og gefi hluta launanna til heilbrigðisþjónunnar. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock er einn þeirra. 

„Ég vaknaði í morgun og sá að stjórnmálamenn vilja að ég gefi launin mín. Það er verið að stilla okkur upp við vegg. Ég hef ekkert á móti því að gefa hluta launa minna til þeirra sem eru að berjast í framlínunni og þeirra sem eiga erfitt.

Það er  hins vegar skrítið að fólk sé að segja mér hvað ég á að gera við mína peninga,“ sagði Rose við BBC. Rose er sem stendur að láni hjá Newcastle frá Tottenham. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert