Launalækkun bitnar á heilbrigðiskerfinu

Úr leik Leicester og Aston Villa, síðasta leiknum sem fór …
Úr leik Leicester og Aston Villa, síðasta leiknum sem fór fram áður en hlé var gert á deildinni. AFP

For­ráðamenn ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu og sam­taka leik­manna funduðu í gær um fyrirhugaða launalækkun allra leikmanna deildarinnar en ekki var komist að neinu samkomulagi.

Félögin sjálf höfðu samþykkt einróma að ræða við sína leikmenn um þessar aðgerðir en hugmyndin er sú að allir leikmenn taki á sig 30 prósenta launalækkun og deildin styrki svo heilbrigðiskerfið og neðri deildirnar á Bretlandi í staðinn vegna kór­ónu­veiruf­ar­ald­urs­ins sem nú herj­ar á heims­byggðina.

Leikmannasamtök úrvalsdeildarleikmanna gáfu út yfirlýsingu þess efnis að launalækkunin myndi í raun koma sér illa fyrir heilbrigðiskerfið þar sem leikmenn myndu greiða lægri skatta. Þá hafa nokkur félög nýtt sér neyðarúrræði yfirvalda og fá nú starfsmenn þeirra greitt úr ríkissjóði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert