Landsliðsþjálfarinn tekur á sig launalækkun

Gareth Southgate landsliðsþjálfari.
Gareth Southgate landsliðsþjálfari. AFP

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur þurft að taka á sig 30% launalækkun vegna kórónuveirunnar en þetta staðfesti enska knattspyrnusambandið í dag. Nánast allir starfsmenn innan sambandsins munu þurfa að taka á sig launalækkun.

Launalækkunin er til næstu þriggja mánaða til að byrja með en Southgate þénar í kringum þrjár milljónir punda á ári. Það samsvarar rúmlega 530 milljónum íslenskra króna en Southgate er fjórði þjálfarinn á efstu stigum fótboltans á Englandi sem þarf að taka á sig launalækkun.

Fyrr í dag var tilkynnt að David Moyes, stjóri West Ham í ensku úrvalsdeildinni, þyrfti að taka á sig launalækkun vegna efnahagsástandsins á Englandi. Þá þurftu Eddie Howe, stjóri Bournemouth, og Graham Potter, stjóri Brighton, að taka á sig launalækkun í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert